Landlæknir vill, að silkihúfur á spítölum ráði, hvort fjölmiðlar fái aðgang að sjúklingum, sem vilja tala við þá. Í Fréttablaðinu er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni með fréttinni og sagt, að hún sé ekki í tengslum við málsefnið. Það er rangt, myndin passar akkúrat við fréttina. Samkvæmt landlækni má Steingrímur ekki ráða, hvort hann talar við blaðamann á spítala. Heldur á einhver silkihúfan að ákveða það, svokallaður “æðsti fagstjórnandi”. Við vitum, að hrokinn er mikill á spítölum, en um þverbak keyrir að reyna að taka völdin af Steingrími ræðukóngi.