Æfur gjaldeyrisbraskari

Punktar

Pressan upplýsir, að Heiðar Már Guðjónsson gjaldeyrisbraskari sé “æfur yfir framferði Seðlabankans”. Það er ekki einleikið með frekju og yfirgang þess, sem ráðgerði árás á krónuna. Svona eru margir snillingarnir, sem settu okkur á hausinn. En hvernig veit Pressan, að þessi sé æfur? Hvernig lýsir það sér, að Heiðar Már Guðjónsson sé æfur? Froðufellir hann á ritstjórnarskrifstofu Pressunnar? Mér finnst fjölmiðilliinn eigi að skýra fyrir okkur, hvernig hugarástandið kemur fram. Gjaldeyrisbraskari fær ekki tryggingafélag að gjöf og telur freklega brotið á rétti sínum. Og af hverju gengur hann ennþá laus?