Peter Preston kvartar í Guardian yfir órökstuddum dylgjum lögreglu og stjórnvalda í Bretlandi um aðild Sinn Fein að sögufrægu 26 milljón punda bankaráni. Hann bendir á, að menn hafi slæma reynslu af fyrri fullyrðingum yfirvalda, sem meðan annars leiddu þjóðina í stríð við Írak á upplognum forsendum. Preston biður menn fara varlega í að trúa dylgjum lögreglu og ráðherra Írlandsmála um bankaránið. Hann vekur athygli á, að enginn hafi enn verið kærður eða tekinn fastur út af bankaráninu og biður um, að lög og réttur verði aftur gerð að leiðarljósi stjórnvalda í Bretlandi.