Á ferli um internetið er rugl um, að Ríkisútvarpið hafi ekki haft gögn um aðild Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að Panama-peningum. Útvarpið fékk þessi gögn að láni, en ekki gefins. Engin falsfrétt er, að Sigmundur Davíð er svo spilltur, að hann varð að segja af sér. Gögnin um Panama eru í eigu samtaka blaðamanna ýmissa landa um birtingu falinna gagna. Ókleift er að búa til einhvern nautaskít um, að fréttir upp úr þessum viðurkenndu gögnum séu falsfréttir. Nautaskíturinn er bara liður í tilraun til að laska Ríkisútvarpið og stétt blaðamanna. Sigmundur Davíð hefur alls enga æru, ekki frekar en Panama-félagi hans, Bjarni Benediktsson.