Æsandi Stefán Friðrik

Fjölmiðlun

Skil ekki, hversu margir fara á taugum út af fréttabloggi Stefáns Friðriks Stefánssonar. Sérstaklega tala andstæðingar hans um, að hann endurskrifi eða klippi og lími fréttir. Mér sýnist Stefán vilja vera fjölmiðill, sem segi fréttir og tjái sig um þær í leiðinni. Ef einhver er sammála honum, er þægilegt fyrir hann að lesa bloggið. Þá þarf hann ekki að lesa sjálfar fréttirnar. Hann fær allt á einum stað hjá Stefáni. Þeir, sem eru ósammála honum, geta hafnað honum sem fjölmiðli með því að hunza vefsvæðið. Svo er hann bara mbl.is, mælist ekki hátt í lestri á afrétti hjá blogg.gattin.is.