Æskujurt Gilgames

Fjölmiðlun

Elzta skáldsaga heimsins er Gilgames, skrifuð fyrir 4000 árum, þar sem nú heitir Írak. Hún segir frá sjálfmiðjaða hálfguðinum Gilgames, afrekum hans og árekstrum við samfélagið. Gæti hafa verið nútímamaður, vildi eyða frægum sedrusskógi í Suður-Íran. Snapaði fæting við skrímslið (grænfriðunginn) Humbaba, sem varði skóginn. Gilgames hafði sigur og eyddi skóginum. Þótti ekki nóg að gert, vildi verða ódauðlegur, leitaði ráða hjá Utnapistim á endimörkum heimsins. Á leiðinni lenti hann í Nóaflóðinu. Að lokum kafaði hann eftir æskujurtinni, en snákur át hana. Gilgames sat eftir með ellina.