Ævintýrið er flökkusaga

Punktar

Háðfuglar heimsins frá John Oliver til Lars Christensen gera sér mat úr kreppu íslenzkra stjórnmála. Þemað er svipað hjá þeim öllum: Ríkisstjórn bófa og bjána gegn alþýðunni á Austurvelli, gegn búsáhöldum og banönum, Björk og öllum hinum álfunum. Sigmundur Davíð og Skattaskjóls-Bjarni niðurlægja landið, en kjósendur og píratar bjarga þjóðinni úr klóm bófanna. Þetta er falleg flökkusaga. Leiðir til, að tugþúsundir frá öllum heimshornum koma og vilja virða fyrir eigin augum hina frábæru þjóð, sem dæmdi bankstera til hótelvistar. Sigmundur slær heimsmet og þá sem versti skúrkurinn. Við hin bara græðum á daginn og grillum á kvöldin.