Æviráðinn forseti

Punktar

Smám saman kemst mynd á baráttuna. Forsetaefnin hafa fengið meiri kynningu, einkum hjá Ríkisútvarpinu. Skoðanakannanir eru ekki eins fjarri veruleikanum og hingað til hefur verið. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sótt fram og virðist munu ná endurkjöri. Kynning forsetaefna hefur ekki lyft neinu hinna nýju og gerir varla úr þessu. Við sætum því bara, að vangefnir kjósendur telja fæst forsetaefnin nógu sterk. Sennilega sitjum við uppi með gamlan forseta gamla og spillta Íslands næstu fjörur árin. Að minnsta kosti, ef ekki ævilangt.