Af hverju endilega Írak?

Punktar

Engin svör fást hjá stríðsglöðum skrifborðsmönnum á borð við utanríkisráðherra Íslands, hvers vegna endilega skuli ráðizt á Írak í vetur, en ekki (1) eitthvert ríki, sem sannanlega er hættulegra borgurum landsins, nágrannaríkjum eða Vesturlöndum; (2) eitthvert ríki, sem sannanlega ræktar hryðjuverkamenn eða kennir þeim hryðjuverk eða fjármagnar þá; (3) eitthvert ríki, sem sannanlega á kjarnorkuvopn eða efnavopn eða önnur gereyðingarvopn og hefur hótað að beita þeim. Síðan Saddam Hussein hætti að vera skjólstæðingur Bandaríkjanna er hann orðinn hálfgerði meinleysingi í samanburði við Kim Sjong-il, Ariel Sharon, Pervez Musharaff, George W. Bush, Vladimir Pútín, Islom Karimof, Robert Mugabe eða Fahd Al Saud. Ef menn endilega vilja stríð, er þá ekki rétt að taka slúbbertana í mikilvægisröð?.