Sundurgreining á svörum Bjarna Benediktssonar í Kastljósi í gær sýnir, að hann svaraði fjórum af nítján spurningum. Daði Ingólfsson birtir TÖFLU um það í bloggi sínu. Helgi Seljan spurði mikilvægustu spurninganna ítrekað og Bjarni fór undan í flæmingi. Flestar spurningarnar snerust um: „Af hverju gekkstu á bak orða þinna?“ Við því fékkst ekki svar, bara útúrsnúningur og flótti yfir í önnur mál. Bjarni sýndi þó meiri stillingu en Sigmundur Davíð. Sá þrútnar jafnan, sé hann þráspurður og geti ekki svarað. Að öðru leyti eru þeir eins: Ómerkilegir loddarar og lygarar sem geta ekki verið landsfeður.