„Af með hausinn“

Punktar

Davíð Oddsson lagði niður Þjóðhagsstofnun, því að hann vildi ekki heyra ráð hennar. Næst leggur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson niður Seðlabankann, því að hann vill ekki heyra ráð bankans. Eins og drottning Undralands, sem hrópaði „af með hausinn“, ef menn sögðu ekki já við bulli. Seðlabankanum er skylt að meta hagþróun og vara við hættum á leiðinni. Veruleikafirrtum Sigmundi Davíð líkar það stórilla. Þess vegna kastar hann skít í Seðlabankann. Ástandið á Sigmundi er að verða þjóðhættulegt. Því firrtari, sem leið hans verður, þeim mun órólegri verður Bjarni Benediktsson. Þetta getur bara endað með ósköpum.