Áfall blaðamennskunnar

Fjölmiðlun

Mikið áfall fyrir íslenzka blaðamennsku er, ef tveir félagsmenn hafa látið sér sæma að beita fjárkúgun í stað uppljóstrunar. Sjaldgæft á vesturlöndum, en hér á landi er siðferði almennt með daprasta móti. Með sönnunargagn í höndum hefði verið rétt að upplýsa milligöngu forsætisráðherra í fjármögnun á fjandsamlegri yfirtöku DV. Blaðamannafélagið verður og hlýtur að fordæma þessi vinnubrögð systranna. Þau draga úr líkum á upplýstu gegnsæi í samfélaginu. Okkur veitir ekki af auknu gegnsæi. Þjóðfélagið er gegnrotið af spillingu í skjóli leyndar. Fjárkúgunin átti að viðhalda þessari leynd og það út af fyrir sig er glæpur.