Áfall Theresu og Brexit

Punktar

Theresa May tapaði veðmáli sínu í brezku þingkosningunum. Ætlaði sér stóraukinn meirihluta á þingi til að létta Brexit. Missti í staðinn þann nauma meirihluta, sem hún hafði. Samsteypustjórn verður mynduð í sumar, annað hvort undir stjórn nýs foringja Íhaldsins eða Jeremy Corbyn, foringja Verkamannaflokksins. Blairistar flokksins höfðu talið Corbyn vonlausan, en annað kom á daginn. Bretar lenda nú í vandræðum með Brexit. Úrsögn var áður samþykkt með litlum meirihluta, sem er nú horfinn. Bretland getur ekki hlaupið um vængjahurð úr og inn í Evrópu, Því verður einhver frestur út útgöngu. Í London og Skotlandi andar fólk léttar.