Afar síðbúinn leki

Punktar

Fyrir ári lét Reykjavíkurborg kanna afstöðu borgarbúa til flugvallarins í Vatnsmýri. Niðurstaðan þótti ekki hagstæð og því var ákveðið að halda þessu leyndu fyrir kjósendum. Greinilega siðblint viðhorf borgarfulltrúa allra stjórnmálaflokka. Allra. Mikið vatn hefur síðan runnið til sjávar. Í sumar varð til öflug hreyfing til stuðnings flugvellinum. Fylgi við flugvöllinn reyndist vera öflugra. Þegar í óefni var komið, sneri borgarstjórnin við blaðinu og birti allt í einu hina eldgömlu könnun. Nú var orðið við hæfi að pakkið fengi að vita. Sýnir í hnotskurn siðblindu pólitíkusa Reykjavíkur.