Afdrifaríku ákvarðanirnar

Punktar

Í október 2008 tók ríkisstjórn Geirs Haarde afdrifaríka ákvörðun, sem var staðfest af Alþingi fyrir árslok. Ákveðið var, að þjóðin mundi borga skuldir óreiðumanna. Og ákveðið var, að kostnaðurinn mundi lenda á börnum okkar og barnabörnum. Var gert með því að taka yfir gjaldþrot Davíðs í Seðlabankanum og gjaldþrot útrásarbófanna í viðskiptabönkunum. Var gert með því að tryggja innlendar innistæður umfram lögbundið lágmark. Þessar afdrifaríku ákvarðanir hvíla nú þegar á herðum okkar og afkomendanna. IceSave kemur þessu máli ekki við og skiptir nánast engu máli í samanburði við ákvarðanir í október 2008.