Áfengi er hættulegast

Punktar

Samkvæmt Guardian veldur áfengi dauða fjörutíu sinnum fleira fólks en hass gerir. Fjörutíu sinnum. Samt eru fréttir af hassdauða sjö sinnum tíðari en fréttir af áfengisdauða. Bretar fá því kolranga mynd af hættum af völdum ýmissa eiturefna. Geri ráð fyrir, að sagan sé eins hér. Áfengi er margfalt meiri vandi en önnur fíkniefni, er samt löggilt. Og Paracetamol er fjórtán sinnum meiri vandi en hass. Nær væri að setja öll eitur í varúðarflokk, þar með áfengi og hass, og selja þau í apótekum. Þar með væri líka kippt fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þeir lifa allir á, að sumt eitur er ólöglegt.