Þráðbeint samband er milli áfengisverðs og áfengisneyzlu. Fyrstu átta ár þessarar aldar lækkaði raunverð áfengis um 25% og neyzlan jókst um 50%. Frá hruni hefur raunverðið hækkað um 26% og neyzlan minnkað um 12%. Séu menn þeirrar skoðunar, að áfengi sé vandamál, er ljóst, að hækkað verð hjálpar. Kenningar um áhrif bruggs eru léttvægar í þessu heildarsamhengi. Og smygl áfengis er nánast úr sögunni. Þar sem áfengi er einn stærsti orsakavaldur sjúkdóma, ótímabærrar elli og samfélagslegra vandamála, er svarið einfalt. Nauðsynlegt er að hækka verð áfengis enn frekar en þegar hefur verið gert.