Afgirt hverfi eru vinsæl

Punktar

Bretar hafa áhyggjur af, að afgirtum og vöktuðum íbúðarhverfum fjölgar þar í landi. Tveir þriðju ungs fólks vilja gjarna búa í slíkum hverfum, sem hafa orðið vinsæl í Bandaríkjunum og þriðja heiminum vegna ótta manna við glæpi í opnum hverfum. Úr þessu verður vítahringur. Búseta í lokuðum hverfum dregur úr samfélagslegum áhuga hina betur stæðu og pólitískum stuðningi þeirra við aðgerðir til að bæta lífsskilyrði í opnum hverfum. Aukinn áhugi á afgirtum og vöktuðum hverfum er dæmi um aukið bil milli ríkra og fátækara og aukna stéttaskiptingu. Sennilega eiga lokuð hverfi langt í land hér á landi, þótt stéttaskipting vaxi hröðum skrefum. Um þetta mál var skrifað í Guardian í gær og Economist í dag.