Samfylkingin hyggst biðjast afsökunar á aðild sinni að hruninu í samstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Vissulega er tími til þess kominn, tveimur árum eftir hrun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beðið þjóðina afsökunar og mun aldrei gera það. Hann mun mæta gallharður í mæstu kosningum. Og fá þriðjungs fylgi út á tröllheimsku þjóðarinnar, sem heldur, að núverandi stjórn hafi framleitt hrunið. En Samfylkingin lofar hins vegar bót og betrun. Fyrsta skref afturbatans felst í að segja skilið við ráðherra og þingmenn hrunsins. Það gerði Framsókn og það eiga aðrir ábyrgðaraðilar hrunsins strax að gera.