Aflátsbréf hulins siðameistara

Fjölmiðlun

Hver er hin eðla persóna, sem Reykjavíkurborg hefur ráðið til að skrifa út aflátsbréf fyrir spillta pólitíkusa? Í Fréttablaðinu í dag flaggar Jórunn Frímannsdóttir enn fyrirbærinu “innri endurskoðun”. Það er siðameistari, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið á fót til að segja keisarann vera í fötum. Fréttablaðið hefur ítrekað birt fréttir af syndakvittuninni, sem Jórunn hefur fengið. Samt er ekki vitað, hver er siðprúði maðurinn, sem gengur undir dulnefninu “innri endurskoðun”. Fréttablaðið þarf að fara að upplýsa útsvarsgreiðendur um, hver sé siðameistari einkavinavæðingarinnar.