Skemmti mér við að lesa dóma flugfarþega á AirlineQuality um Leifsstöð. Þeir hafa farið hríðversnandi síðasta hálfa árið, einkunnin 0-2 af 10 mögulegum. Leitun er að slíkri hneykslun á erlendum flugstöðvum. Farþegar tala meðal annars um skipulagsleysi, skort á merkingum, þéttar biðraðir, skort á sætum, yfirfull klósett og dónaskap starfsfólks. “Vil aldrei koma þangað aftur”, segir einn farþeginn. Hef litla trú á, að Leifsstöð hvetji fólk til ferða hingað, ef það fylgist með reiðilestri AirlineQuality. Leifsstöð virðist illa rekin af daufgerðu fólki, sem veit, að fólk skal éta það, sem úti frýs.