Allir verða ágætir af samanburði við Sigmund Davíð, líka Sigurður Ingi. Sem er framsóknarlegri en sá fyrrnefndi. Þið munið gamla frasann, klettur í hafinu og allt það. Í rauninni er Sigurður Ingi afleitur forsætisráðherra. Reif sundur friðlýsingu Þjórsárvera, sem áður hafði verið samþykkt. Vildi leggja niður umhverfisráðuneytið. Tuddaðist með Fiskistofu til Akureyrar og endaði þar með forstjórann einan. Studdi Tortóla-liðið með yfirlýsingu um, að flókið sé að eiga peninga á Íslandi og að einhvers staðar verði þeir að vera. Hann bjó til hinn vonda búvörusamning, sem er eins konar Þorgeirsboli í pólitískri umræðu.