Í tilefni afmælis Davíðs minnist ég, að hann breytti Flokknum í harðan flokk eins þáttar í frjálshyggju. Fólst í einkavæðingu og afnámi eftirlits með viðskiptum, einkum bankanna. Einkavæðingin var einungis einkavinavæðing og skilaði ekki krónu af gróðanum, sem átti að flæða um kerfið. Þegar kasthjól þessa kerfis var komið á ofurferð, fór hann í Seðlabankann og deleraði þar. Meðan Geir H. Haarde missti tök á kasthjólinu og bankana í gjaldþrot, missti Davíð Seðlabankann líka í gjaldþrot. Samanlagt leiddi tjónið til alls konar vandræða og kostnaðar skattgreiðenda upp á fimm hundruð milljarða króna.