Afneitarar endurtaka fortíðina

Punktar

Sumir segja okkur eiga að kasta fortíðinni aftur fyrir okkur til að geta tekið þátt í framtíðinni. Aðrir segja okkur ekki ná árangri í framtíðinni nema gera upp fortíðina. Þjóðin skiptist í tvo ósættanlega helminga um það. Eiga glæpir Davíðs og Geirs, útrásarvíkinga og bankastjóra að ráða gerðum okkar? Eða eiga mistök núverandi ríkisstjórnar að ráða gerðum okkar? Ég tel, að þjóðin muni aldrei ná neinum árangri, nema hún horfist í augu við sjálfa sig sem aumingja. Hún kaus yfir sig Davíð og Geir og tók þátt í grillveizlu Hannesar Hólmsteins. Afneitarar dæmast til að endurtaka mistök sín. Sí og æ.