Afneitun almennings

Punktar

Fráleitt er að segja almenning ábyrgðarlausan af falli íslenzku bankanna og kreppunni í kjölfarið. Almenningur er kjósandi og velur sér umboðsmenn til að fara með pólitískt vald. Það var svo notað til að magna eftirlitsleysi með fjármálastofnunum, einkum af hálfu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Almenningur ber sinn hluta ábyrgðarinnar á afleiðingum þessarar stefnu, sem ég hef nefnt “græðgi er góð”-stefnan. Fólk endurkaus sí og æ einmitt þá, sem börðust fyrir skorti á eftirliti og töluðu háðslega um eftirlitsiðnað. Að koma svo og segjast ekki bera ábyrgð á IceSave er bara hefðbundin afneitun.