Afneitun hafnað erlendis

Punktar

Útlendingar eru ósáttir við söguskoðun, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson reyna að breiða út. Felur í sér algera afneitun. Samkvæmt henni var hrunið Lehman-bræðrunum að kenna, reglum Evrópusambandsins og kannski líka Steingrími J. Sigfússyni. Ekki Sjálfstæðisflokknum, alls ekki Davíð, kannski pínulítið Geir Haarde að kenna. Sömu útlendingar eru ekki heldur ánægðir með síðari þróun. Engir hafa enn verið látnir svara til saka, sem bendir til, að Íslendingar taki íslenzka fjárglæfra ekki alvarlega. Sannleiksnefndin hefur líka frestað sér fram á næsta ár, sem þykir fremur lítið traustvekjandi.