Afneitun Samfylkingar

Punktar

Í Samfylkingunni er rík afneitun fortíðar frá ríkisstjórnartíma Blair-ista. Ekki var hægt árið 2007 að hindra hrunið 2008, segja menn þar á bæ. Auðvelt hefði samt verið að minnka tjónið um tvo þriðju með því að hindra IceSave og gjaldþrot Seðlabankans. Blair-istar, öðru nafni hrunverjar, eru áberandi í hópi þeirra, sem sækjast eftir frama innan Samfylkingarinnar. Bankaráðherra hrunstjórnarinnar, Björgvin Sigurðsson, er í framboði, sömuleiðis Árni Páll Árnason, bankavinurinn bezti. Í þann hóp hefur meldað sig Sigmundur Ernir Rúnarsson. Með sama framhaldi stimplar Samfylkingin sig út úr veruleikanum.