Afnemum norrænan kostnað

Punktar

Skilmálar um IceSave í lánveitingum erlendra ríkja skiptu máli. Þeir neyddu Ísland til að ganga að lakari samningi en sanngjarnt var. Við hefðum þurft að borga, hvort sem var, en við þurfum að borga of mikið. Enginn vill halda á þeirri heitu kartöflu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vísar á Norðurlönd og hefur nokkuð fyrir sér. Norðurlönd brugðust Íslandi, töldu betra að vinna sig í álit í Bruxelles. Tímabært er orðið að viðurkenna, að norræn samvinna er úrelt og einskis virði. Áhuginn er annars staðar. Við skulum spara mikið fé með því að slíta samvistum við Norðurlandaráð og kostnaðinn við það.