Fjölmiðlar eiga ekki að þurfa að ábyrgjast, að enginn móðgist eða lendi í tilfinningaróti. Slíkt er bara afleiðing af því, að margt fólk býr á einni plánetu. Það er stutt bil milli fólks, einnig á Íslandi, og áreiti er því eðlilegt. Lög um tjáningarfrelsi gera ráð fyrir, að allir séu sæmilega brynjaðir gagnvart ágjöf. Nú er hins vegar í tízku að útiloka áreiti og að veita fólki áfallahjálp. Þar á meðal helztu slúbbertum landsins. Dómstólar fara eftir tízku persónuverndar og dæma fjölmiðla fyrir að segja satt. Með því svíkja dómstólarnir tjáningarfrelsið. Verður vonandi skammvinn tízka.