Erna Björg Jónmundsdóttir hefur viðurkennt, að gleymzt hafi að boða Hauk Hilmarsson til nýrrar afplánunar. Hann var tekinn fram fyrir fjölmennan hóp, sem bíður afplánunar fyrir stærri brot. Meira en 200 manns eru á biðlista. Áður hafði hann verið látinn laus til að rýma fyrir öðrum. Átti þá eftir tvær vikur. Yfirvöld virðast geta haft Hauk í eins konar harmóníku. Þau geti hent honum úr fangelsi og sett hann aftur inn eftir hentugleikum. Hann var að þessu sinni tekinn á föstudegi og látinn dúsa inni fram yfir andófsfundi á laugardegi. Nauðsynlegt er að kæra þetta undarlega gerræði yfirvalda.