Afrekaskráin er stutt

Punktar

Niðurstaða heils kjörtímabils í vinstra stjórnarsamstarfi: Ríkisfjármálin komust í bærilegt horf eftir kollsiglingu hrunsins. Atvinna skánaði, umsvif á 95% dampi. Lífskjör komin í það, sem þau voru um aldamót. Húsnæðisskuldir voru lagaðar, en með harmkvælum og ýmsum lausum endum í dómsmálum. Bankar siðvæddust ekki og verða áfram til vandræða. Kvótamálið gufar upp í rugli um samráð við kvótagreifa, einkum vegna skorts á þingmeirihluta. Rammaáætlun um orkuvinnslu frýs vegna skorts á þingmeirihluta. Árangurinn í heild er svona la-la, en verri er þó stjórnarandstaðan. Við þurfum nýja stjórnmálaflokka.