Afrekshestar í jökulfljótum

Punktar

Sjö afreksmenn hafa riðið afrekshestum sínum yfir mörg helztu jökulfljót landsins frá Hornafirði til Selfoss. Þeir sundriðu ýmist eða fóru á vaði eins og Íslendingar gerðu til forna. Þá voru engar brýr og ferjur fáar. Sum jökulfljót voru fjölfarin, svo sem Þjórsá við Árnes. Hross þess tíma voru vön stórfljótum. Sama er að segja um afrekshross nútímans. Þau verða öguð og yfirveguð af reynslunni, stíga upp í strauminn. Að sitja slíkan hest yfir jökulfljót fyllir þig öryggi og sælu. Íslenzki ferðahesturinn er engum líkur að burðum og trausti. Því miður víkur hann í ræktuninni fyrir hopphestum.