Afréttardalur

Frá Dynjandisvogi í Arnarfirði um Afréttardal til Dynjandisheiðar.

Förum frá Dynjandisvogi sunnanverðum norðnorðaustur í Afréttardal nálægt þjóðvegi 60 og þar austur með fjallinu. Þar sem sá vegur þverbeygir til vesturs, liggur okkar leið suður að vesturenda Eyjarvatns. Frá Eyjavatni er stutt austur á leiðina frá Mjólká að Þingmannaheiði. Við förum suðvestur inn á Dynjandisheiði, sem liggur suðvestur í Geirþjófsfjörð. Á heiðinni erum við í 500 metra hæð. Þar er lélegur fjallaskáli.

10,2 km
Vestfirðir

Skálar:
Dynjandisheiði: N65 42.546 W23 12.323.

Nálægar leiðir: Dynjandsheiði, Kirkjubólsheiði, Mjólká.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort