Matsnefnd Jónasar Haralz réð Má og Arnór sem bankastjóra Seðló. Miðaði við, að þeir höfðu starfað í bankanum, þegar hann var í ruglinu. Tók þá félaga fram yfir hina, sem höfðu gagnrýnt ruglið í bankanum. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Jónas er ekki eins klár og margir halda, bara gamall kall, fastur í úreltri frjálshyggju. Ríkisstjórnin hafði ekki afskipti af þessu fremur en ráðningum annarra bankastjóra í ríkiskerfinu. Fyrir bragðið eru alls staðar á oddinum spillingargaurar, sem hossa kennitöluvíkingum og eignarhaldsfélögum. En ríkisstjórninni verður kennt um rangindi bankanna.