Eygló Harðardóttir þingmaður hyggst leggja fram frumvarp um, að birtar verði upplýsingar um háar afskriftir fyrirtækja. Þetta er gott mál, skref í átt til afnáms bankaleyndar. Fólk treystir ekki, að bankar gæti jafnræðis eða réttlætis í meðferð skulda. Einkum tregðist þeir við að veita almenningi sömu afskriftir og landskunnir ofurbófar njóta. Vill Eygló láta birta allar afskriftir yfir hundrað milljónir króna. Birtingin verði í tengslum við álagningarskrá hvers árs. Eygló vill hins vegar ekki afnema bankaleyndina, sem er miður. Aðeins stoppa í augljóst gat, sem skiptir almenning miklu.