Bönkunum ber að gefa meira eftir af verðbólgu- og gengislækkunar-skuldum fólks. En það má ekki koma óbeint af peningum frá ríkinu. Skattgreiðendur hafa alls ekki efni á slíku. Nóg lögðu Davíð Oddsson og Geir Haarde á þá fyrir hálfu öðru ári. Bönkunum ber fremur að nota peningana, sem þeir vilja heldur gefa óráðsíumönnum útrásar. Bankarnir verða að stöðva afskriftir í þágu stórþjófa og flytja þær í afskriftir í þágu almennings. Bankarnir eru því miður blikkfastir í því hjólfari, að þeir starfi í þágu glæpamanna. Ég sé enga leið til bóta, aðra en lög frá Alþingi, sem banni slíka þjónkun.