Afsökun með semingi

Fjölmiðlun

Í morgun sá ég enn eitt dæmið um, að fyrirtæki hefur fengið almannatengil til fegrunar. Strætó vísaði fólki frá vögnum á gleðigöngudeginum, því það vanmat þátttökuna. Baðst ekki afsökunar á því, heldur á að hafa „þurft að vísa fólki frá“. Það er engin afsökunarbeiðni, heldur undanbrögð, sem halda ekki vatni. Íslendingar eiga erfitt með að biðjast afsökunar, einkum lögreglan. Iðulega segist hún hafa þurft að gera hitt eða þetta, til dæmis að úða mann. Samt er slík túlkun ekki augljós. „Ég þurfti að drepa hann“ segir morðingi. Túlkun Strætó var svo límd beint á Vísi.is, þar sem latur blaðamaður var á vaktinni.