Undarleg eru viðbrögð Maríu Ólafsdóttur söngkonu við umræðu um ástæður þess, að hún komst ekki upp í söngvakeppni. Sagðist hafa „sungið af mér rassgatið“ og „þeir sem drulla, flott drullið bara yfir mig“. Þetta undarlega afturendahjal minnir á Gillz, sem fyrrum var meðtekinn af þessum líkamshluta. Íslenzka hefur kjarngóð blótsyrði til notkunar, mislíki manni einhver framganga. En rumpulýður kallast þeir, sem komast ekki frá afturenda sínum, þurfi þeir að kveða fast að orði. Það er fremur hvimleið fátækt í orðavali. Ekki það, að hver ræður fyrir sig, hvaðan orðaforðinn kemur. En mér fannst orð Maríu minna fullmikið á Gillz.