Afturför í samgöngum

Ferðir

Ég var einn af mörgum, sem notuðu Iceland Express til Stansted við London. Það var vegna tengiflugs lággjaldafélaga út um alla Evrópu, einkum EasyJet og Ryanair. Fyrir mig er færsla Iceland Express frá Stansted til Gatwick til mikils skaða. Þótt tengiflug sé gott frá Gatwick, er minna um lággjaldaflug þaðan. Ég flaug ekki með Iceland Express til að komast til miðbæjar London, heldur til að komast út í heim. Ef ég þarf að fara til London, er hvort sem er fljótlegast að fljúga með Icelandair til Heathrow. Álit mitt á Kristjáni Möller sukkráðherra minnkaði enn við að sjá hann klippa borða vegna Gatwick.