Afturganga helmingaskiptanna

Punktar

Kastljósið dró afturgöngu helmingaskiptanna á skjáinn í gærkvöldi, þar sem Helgi Seljan saumaði kurteislega að henni. Halldór Ásgrímsson virðist hafa verið án meðvitundar allan sinn valdatíma. Stríðsglæpamaðurinn var í gær eins og álfur út úr hól. Lengi hefur hann verið landflótta í Danmörku á kostnað norrænnar samvinnu. Út um þúfur fór tilraun hans til að gera lítið úr ábyrgð sinni á einkavinavæðingu og eftirlitsleysi bankanna. Að sjá hann á skjánum var afturhvarf til myrkrar fortíðar helmingaskipta. Raunar limlesti hann Framsókn svo illa, að hún hefur síðan gæfusamlega ekki borið sitt barr.