Nú eru þeir farnir að ræða jarðasöfnun auðmanna. Flest getur orðið til að drepa tímann á Alþingi. Fjöldi bænda hefur getað brugðið búi með seðla í vasanum, í flestum tilvikum nægileg eftirlaun. Þeir, sem keyptu jarðirnar, gerðu þetta kleift. Í stað þess að jarðir legðust sjálfkrafa í eyði, engum að gagni. Afturhald Jóns Bjarnasonar og Bjarna Harðarsonar þingmanna hefði skaðað fólk. Hindrað það í að beita markaðsbúskap og hafa gott fyrir sinn snúð. Svonefndir auðmenn flikka svo upp á hús og girðingar. Þeir koma sér upp stóði, sumir rækta skóg, einn ræktaði hör. Allt er þetta af hinu góða.