Mið-Evrópa hefur ekki gerzt vestrænni við aðild að Evrópusambandinu. Víða eru við völd ríkisstjórnir, sem hafa efasemdir um Evrópu og vilja færa stjórnarfar í átt til gömlu sovétblokkarinnar. Fremstir fara þar í flokki Kaczynski-tvíburarnir, sem stjórna Póllandi. Þeir hrósa einræðisherrunum Salazar og Franco, sem einu sinni réðu Portúgal og Spáni. Og vilja gera Jesú Krist að kóngi í Póllandi. Svipaðir rugludallar hafa komizt til áhrifa í Slóvakíu, Ungverjalandi, Litháen og Tékklandi. Þótt Evrópusambandið hafi siðað marga pólitíkusa, hefur það ekki enn gerzt í Mið-Evrópa.