Brýnasta skref ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum er að stuðla að lagningu 5-10 terabita kapalstrengs vestur um haf. Slíkir ofurstrengir eru að taka við af gömlu sæstrengjunum. Með 5-10 terabita ofurstrengjum munu flest stórfyrirtæki heimsins vilja setja hér upp gagnaver. Ekki aðeins fyrirtæki í tölvubransanum, heldur önnur fjölþjóðleg risafyrirtæki. Slík gagnaver þurfa ekki verkamenn, heldur hálærða sérfræðinga á margfalt hærra kaupi. Þau kaupa raforkuna á mun hærra verði en þriðja heims bræðslur borga. 19. aldar álvera-afturhaldið í ríkisstjórninni fattar þetta illa eða alls ekki.