Afturhaldið undir niðri

Punktar

Ég er búinn að fá upp í kok af fórnardýra-væðingu þjóðkirkjunnar. Hún býr við fáheyrð forréttindi í þjóðfélagi, sem í stjórnarskrá þykist þó beita trúfrelsi. Alls staðar tranar þjóðkirkjan sér fram, einkum í útvarpinu. En græðgi hennar í völd og áhrif krefst betri aðstöðu og fleiri ríkispeninga. Tími er kominn til að segja upp þessari vanhelgu sambúð. Kasta gömlu kirkjujörðunum í þjóðkirkjuna og segja bless. Hún getur þá rekið þessar meintu eignir sínar án þess að abbast upp á skattborgarana. Á yfirborðinu hefur þjóðkirkjan lötrað í átt til nútíma. En undir niðri er hún enn afturhalds-stofnun yfirvaldsins til að kúga þrælana.