Afturhaldssamur íhaldsmaður

Punktar

Viðtal Markaðarins við Geir Haarde forsætis sýndi afturhaldssaman mann. Sem treystir frekar á gamla og þriðja heims atvinnuvegi á borð við málmbræðslur en gagnaver framtíðar. Sem vill virkja nærri alls staðar til að niðurgreiða rafmagn til álvera. Sem lét efnahagsþrengingar koma sér á óvart og varð líka hissa, þegar botninum var ekki náð. Sem vill auðvitað hvorki ganga í Evrópusambandið né taka upp evru. Sem vill frekar halda að sér höndum en gera eitthvað í málum. Geir Haarde er afskiptalítill maður, sem fer undan í flæmingi fremur en að takast á við vandræði. Afturhaldssamur íhaldsmaður.