Í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu var enginn sendiherra skipaður pólitískt, aðeins fagfólk í utanríkisþjónustunni. Núverandi eymdarstjórn hefur hins vegar tekið upp gamla ósiði. Greinilegt er samt, að Gunnar Bragi Sveinsson skammast sín pínulítið. Skipaði einn sendiherra úr stjórnarandstöðunni til að vega upp á móti skipan Geirs H. Haarde, hins andvana hrunverja. Þetta gerðu menn stundum í gamla daga, þegar þeir vildu róa stjórnarandstöðuna. Afturhvarf til ósiða fjórflokksins gamla er dæmigert fyrir spillinguna. Hún vex villt og galið á ferð Flokksins og Framsóknar í áttina að nýju hruni. Ég þakka þér, kjósandi.