Ágætir umbar

Punktar

Samfylkingin hefur valið umboðsmenn Stórabróður í prófkjörum. Þetta er frambærilegt fólk félagslegs rétttrúnaðar, sem mun reyna að grýta peningum í skóla og gamlingja, öryrkja og nýbúa. Þetta verður ljúfur krataflokkur í samstarfi við íhaldið, sem leggur mesta áherzlu á velferð fyrirtækja og forstjóra. Nánast allir umbar Stórabróður í Samfylkingunni líta á sjálf umhverfismálin sem skiptimynt í plotti um myndun næstu ríkisstjórnar. Ef sú stjórn verður til vinstri, munu kratar sigla í þá átt. Verði hún til hægri, munu þeir sigla til hægri. Kjósendur flokksins ráða engu um það.