Verkstjórn á Alþingi er í molum. Forseti Alþingis má samkvæmt þingsköpum takmarka ræðutíma þingmanna, en gerir ekki. Hann má bera upp tillögu um, að umræðu sé lokað, en gerir ekki. Kannski telur hann, að meirihluti muni fella tillöguna. Þá væri gagnlegt að vita, hvaða þingmenn styðja málþófsmenn. Sé slíkur krumpaður meirihluti ekki til, á forsetinn hiklaust að beita þeim aga, sem þingsköp mæla fyrir. Skrípaleikur óvina þjóðarinnar í Flokknum er kominn út yfir allt velsæmi. Eins og raunar kjafturinn á mörgum þingmönnum Framsóknar. Hvort tveggja á meginþátt í skertu áliti almennings á Alþingi.