Ágjarnir kafarar

Punktar

Nauðsynlegt er að skattleggja atvinnuvegi til jafns við aðra vinnu. Þar á ofan ber að leggja þjónustugjald á atvinnuvegi, sem valda kostnaði ríkisins. Enn er þar fyrir utan auðlindagjald fyrir aðgang að takmörkuðum auðlindum. Köfun í Silfru veldur kostnaði Þingvallanefndar, sem þarf að mæta álagi á samgöngur, öryggi og hreinlæti. Felur þar á ofan í sér aðgang að takmarkaðri auðlind, sem ber að greiða fyrir. Þess vegna er ríkinu og Þingvallanefnd ekki skylt að setja jafnaðarmerki milli tekna og gjalda af köfun í Silfru. Ég nefni þetta dæmi, því að ágjarnir kafarar segja gjöldin umfram kostnað.