Agnes í fortíðinni

Punktar

Ég hefði sagt mig úr þjóðkirkjunni eftir illa grunduð ummæli Agnesar biskups Sigurðardóttur. Var bara búinn að því áður. Hún hafnar þeirri skoðun nútímans, að vernda þurfi uppljóstrara. Sú skoðun er víðast lögfest á Vesturlöndum. En fyrir henni eru allar uppljóstranir þjófnaður. Það er svona gamaldags íhald eins og þjóðkirkjan var. Ekki einu sinni prestar eru hennar skoðunar. Betra væri, að hún héldi sig við að hamast í vörn og sókn í peningamálum, svo sem drátt á fiski í vötnum og önnur hlunnindi. En léti siðfræðingum eftir að gefa álit á siðferði. Þjóðkirkjan á sífellt á hættu að dragast aftur úr þjóðfélagi á framfaraskeiði.